Hönnun lyftur með nýju KONE Studio Prófaðu

Maintenance and Modernization Solutions for Existing Buildings

Hvers vegna KONE?

ÞJÓNUSTA Í HEIMSKLASSA

Fáðu faglega, staðbundna þjónustu, byggða á alþjóðlegri sérþekkingu, hvar sem þú ert í heiminum.

ALLT FRÁ EINUM ÁREIÐANLEGUM BIRGI

Við bjóðum upp á lyftur, rúllustiga og sjálfvirkar hurðir af hámarksgæðum fyrir hvers kyns byggingar. Viðhalds- og endurnýjunarþjónusta okkar tryggir að búnaðurinn þinn sé áreiðanlegur og öruggur í notkun.

Viðhaldsþjónusta KONE

Við sjáum um þig

Við sjáum um þig

Það er sama af hvaða tegund eða gerð lyfturnar, rúllustigarnir og sjálfvirku hurðirnar þínar eru, heimsklassaþjónustan okkar tryggir að þær gangi örugglega og áreiðanlega.

Endurnýjunarþjónusta KONE

img_KONE_Launch_Mother_and_Child-Landscape-056_680x425

Endurnýjunarþjónusta KONE

Viltu auka áreiðanleika og umhverfisskilvirkni lyftunnar, auka þægindin, fríska upp á útlitið og upplifunina eða tryggja að lyftan uppfylli nútímaviðmið um öryggi og aðgengi? Við getum aðstoðað við það.

img_kaari-escalator-people-flow-HR

Endurnýjun rúllustiga

Við getum skipt út öllum rúllustiganum eða einstökum íhlutum eftir því hvað hentar best svo allt gangi vel og örugglega fyrir sig.

Maintenance and Modernization Solutions for Existing Buildings

img_buildings_without_an_elevator_teaser-442x224

Lausnir fyrir lyftulausar byggingar

Ísetning lyftu er mun fljótlegri og minna truflandi en þú heldur. Hún auðveldar íbúum lífið og eykur jafnframt virði eignarinnar.

img_advanced_people_flow_teaser-442x224

Þróaðar lausnir fyrir fólksflutning

Sameinaðu búnað og tæki í eina heildræna snjalllausn sem skapar hnökralausa notendaupplifun allt frá útidyrunum til endanlegs áfangastaðar.

Maintenance and Modernization Solutions for Existing Buildings

Heilsu- og vellíðunarlausnir KONE

Heilsu- og vellíðunarlausnir KONE

Heilbrigðari og öruggari fólksflutningur í hvaða umhverfi sem er.

Stuðningur í hverju skrefi, allt á leiðarenda

Með réttu viðhaldi getur lyfta eða rúllustigi verið í notkun áratugum saman. Við erum þér alltaf innan handar – allan líftíma búnaðarins.

img_existing-buildings-tentants-happier-951x535

Hafðu leigjendurna ánægða

Fyrirbyggjandi viðhaldsþjónusta okkar hjálpar til við að halda leigjendum ánægðum með því að tryggja að búnaðurinn í byggingunni gangi sem best – óháð vörumerki eða tegund. Við byrjum á því að öðlast góðan skilning á aðstæðum á staðnum og búnaðinum og útbúum því næst sérsniðna viðhaldsáætlun.

img_existing-buildings-planning-for-the-future-951x535

Skipuleggðu framtíðina

Sem kaupandi KONE-þjónustu getur þú auðveldlega fylgst með ástandi búnaðarins og öllum viðhaldsaðgerðum. Við bjóðum upp á ítarlegt mat á búnaði og aðstoð við skipulagningu til að koma í veg fyrir óþægilegar uppákomur í tengslum við afköst, fjárhagsáætlanir og úreldingu íhluta. Þegar það er kominn tími til að endurnýja tryggir rétt skipulag að búnaðurinn virki áfram á áreiðanlegan hátt, uppfylli nýjustu öryggisstaðla og samræmist hönnun byggingarinnar.

img_existing-buildings_time_to_improve951x535

Endurbætur á búnaði

Með tímanum kemur að því að jafnvel besti búnaðurinn þarf umhirðu og athygli umfram reglulegt viðhald vegna þátta eins og slits eða breytinga á hönnun byggingarinnar eða hvernig hún er notuð. Eldri búnaður kann að notast við íhluti sem eru orðnir, eða verða brátt, úreltir – sem eykur hættuna á að tíminn sem búnaðurinn er ekki í notkun lengist.

Með sveigjanlegu úrvali af endurnýjunarpökkum getur þú bætt öryggi, áreiðanleika, aðgengi og útlit búnaðarins, auk þess að draga úr orkukostnaði. Ef endurnýja þarf allan búnaðinn getur þú valið full útskipti til að njóta allra kosta glænýrrar lyftu eða rúllustiga á sem skemmstum tíma.

Cookies

We use cookies to optimize site functionality and to give you the best possible experience while browsing our site. If you are fine with this and accept all cookies, just click the 'Accept' button.

You can also review our privacy statement.