Auka verðmæti byggingarinnar þinnar
Uppsetning á lyftu eykur verðgildi byggingarinnar þinnar, gerir hana áhugaverðari fyrir hugsanlega kaupendur og gjörbætir aðgengi byggingarinnar.
Uppsetning á lyftu eykur verðgildi byggingarinnar þinnar, gerir hana áhugaverðari fyrir hugsanlega kaupendur og gjörbætir aðgengi byggingarinnar.
Með lyftu geta einstaklingar ferðast milli hæða með fljótlegri og einfaldari hætti, eldri íbúar byggingarinnar geta búið lengur heima hjá sér og auðveldar aðgengi að efri hæðunum fyrir alla.
Með samstarfi við KONE er öruggt að endurbótaverkefnið verður vandræðalaust og stenst tíma- og fjárhagsáætlanir. Þegar búið er að koma lyftunni fyrir getum við ráðlagt viðhald og aðra þjónustu til þess að búnaðurinn virki vel allan líftíma byggingarinnar.
Ef þú skiptir út gömlu lyftunni þinni fyrir nútímalega lyftu með tengimöguleikum opnast nýr heimur möguleika til að bæta við snjallþjónustukerfi bygginga og þjónustu sem auðveldar íbúum og notendum lífið. Með innbyggðar tengingar getur þú nýtt þér snjallþjónustukerfi bygginga sem KONE hefur hannað og jafnvel tengst eigin þjónustukerfi. Útkoman er sérsniðin upplifun sem þróast með breyttum þörfum íbúanna.
Bættu notendaupplifun með rauntímaupplýsingum ferðarinnar og öðrum spennandi viðbótum snjallbyggingarkerfa sem gera daginn örlítið þægilegri og aðgengilegri.
Sem reynslumikill samstarfsaðili fyrir snjallari byggingar getum við hjálpað þér að stýra húseign þinni á hagkvæmari hátt með dýrmætri innsýn í hegðun notenda sem sífellt má nota til að bæta fólksflæði og notendaupplifun.
LAUSNIR | LÝSING | VÉLARRÚM | HÁM. LYFTIGETA | HÁM. HRAÐI | HÁM. BURÐARGETA / EINSTAKLINGAR
| HÁM. FJÖLDI LYFTA Í HÓP |
---|---|---|---|---|---|---|
KONE MonoSpace™ DX | Mjög fjölhæf vélarrýmislaus fólkslyfta fyrir lágar og miðlungs háar íbúa- og atvinnubyggingar. | Nei | 90 m eða 36 hæðir
| 3.0 m/s
| 2,500 kg/eða allt að 33 einstaklingar
| 6 |
KONE ProSpace™ | Fyrirferðalítil og hagkvæm lausn til uppsetningar í stigahúsum. | Nei | 30 m eða 12 hæðir
| 0.6 m/s
| 675 kg eða allt að 9 einstaklingar
| 1 |
Við getum komið fyrir lyftum í nánast öllum byggingum. Stærð og staðsetning stigahússins ákveður hvort lyftan verður sett upp innandyra eða utandyra.Uppsetningarmöguleikar:
Við getum útbúið lausnir sem passa við innanhúshönnun og arkitektúr hverrar byggingar. Þú getur valið efni fyrir lyftustokkinn sem passar við innréttingar byggingarinnar og við veggi og gólf lyftuklefans.
Mörg Evrópulönd veita styrki sem ná yfir allt að 60–70% af heildarkostnaði við uppsetningu á lyftu. Yfirleitt tekur húsfélagið lán og fjármagnar endurgreiðsluna gegnum mánaðarleg gjöld. Íbúarnir taka síðan ákvörðun um hvernig þeir deila kostnaðinum. Við erum reiðubúin til þess að veita þér ráðleggingar og útvega þér bráðabirgðaáætlun. Hafðu samband við okkur til þess að fá aðstoð.