FJÁRFESTING SEM BORGAR SIG
Uppfærsla á lyftum með KONE bætir öryggi, áreiðanleika, aðgengi og útlit og minnkar einnig orkunotkun.
Uppfærsla á lyftum með KONE bætir öryggi, áreiðanleika, aðgengi og útlit og minnkar einnig orkunotkun.
Áreiðanlegar, þægilegar og aðgengilegar lyftur sem bæta lífsgæði allra í byggingunni.
Faglegt uppfærsluferli okkar lágmarkar truflun íbúa og gesta.
Með endurnýjun verða biðtímar styttri, færri viðgerðir, lægri rekstrarkostnaður og minni óánægja hjá íbúum og gestum. Nútímalegar sjálfvirkar hurðir og hljóð- og ljósmerki tryggja fallegt útlit og að lyftan þín sé auðveld í notkun.
Nýstárlegar endurbætur okkar auka öryggi lyftunnar og gefa þér og notendum lyftunnar aukna hugarró. Með uppfærslu með KONE getur þú notið góðs af hagkvæmari lyftuhurðum, nákvæmari stöðvun í gólfhæð, bættri lýsingu, tvíhliða samtalskerfi í lyftuklefanum, neyðaraflgjafa við rafmagnsleysi og ýmislegt fleira
Með því að skipta út lyftunni í heild sinni er hægt að stækka lyftuklefann allt að 50% en með endurnýjun er hægt að setja inn breiðari hurðir til að bæta aðgengi fyrir einstaklinga í hjólastólum eða með barnavagna.
Falleg lyfta fegrar bygginguna þína og eykur ánægju bæði íbúa og gesta sem nota lyftuna. Þú getur gerbreytt útliti og áferð á innréttingum lyftuklefans með nýjum hagnýtum og endingargóðum efnivið, nýstárlegu mynstri og áferð, nútímalegu litavali ásamt speglum og öðrum fylgihlutum.
Ef þú uppfærir lyftuna þína með KONE getur þú gert bygginguna þína framtíðarmiðaða með markaðsráðandi tengingartækni fyrir lyftur. Með tengdum lyftum getur þú búið til algjörlega nýja tegund af notendaupplifun með því að bæta við snjallþjónustukerfi bygginga og þjónustu sem gerir líf notendanna enn auðveldara og hagkvæmara.
Með útskiptingu lyftunnar í heild sinni fjarlægjum við gömlu lyftuna og setjum inn nýja lyftu, í samræmi við aðgengisstaðla, í núverandi lyftustokk byggingarinnar. Við mælum með þessari lausn ef að:
MEÐALTÍMARAMMI 4-6 VIKUR *
Við getum uppfært afkastagetu og útlit lyftunnar og lækkað rekstrarkostnað með því að uppfæra kerfi í heild sinni – eins og drifbúnað, rafkerfi eða hurðir – í einu lagi. Áfangaskipt endurnýjun er tilvalin ef að lyftan þín er:
MEÐAL TÍMARAMMI 1-2 VIKUR *
Uppfærsla á íhlutum er fljótleg og hagkvæm leið til þess að gera endurbætur á hlutum eins og hurðadrifum, hljóð- og ljósmerkjum eða ljósakerfi. Þessar tegundir uppfærslu eru ráðlagðar fyrir lyftur sem eru:
MEÐAL TÍMARAMMI1-2 DAGAR *